

Fræðslu- og vísindaviðurkenning Siðmenntar
Fyrir helgi fékk ég fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar fyrir árið 2014, fyrir bækurnar og þættina um Ævar vísindamann. Mér er mikill heiður sýndur með þessari viðurkenningu og mun nú vanda mig helmingi betur en áður að gera gott og vandað barnaefni. Ef þið ýtið á þennan hlekk getiði lesið meira um viðurkenninguna og séð myndband af mér að reyna að babbla þakkarræðu. :)


Haustið 2014
Allt að gerast!
Lestrarátak Ævars vísindamanns er komið á fullt og Þín eigin þjóðsaga er komin í búðir. Skrif á nýrri bók um Ævar vísindamann, Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík eru hafin, sem og handritavinna fyrir söngleik sem ég er að gera með FG og verður frumsýndur í febrúar/mars. Post-it miðar taka yfir veggina hjá mér og glósubækur fyllast. Það er mikið að gera - sem er gott. :)