top of page

UM ÆVAR

ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON

Ævar Þór Benediktsson fæddist 9. desember árið 1984. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2004 og úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun um ævina.

Þessa dagana býr Ævar í Reykjavík með unnustu, syni og ketti og reynir að sofa út allavega einu sinni í viku. Það tekst sjaldnast.

 



Til allra þeirra sem eru að skrifa ritgerð um mig og voru að vonast til þess að hér yrði langur texti sem væri hægt að copy-paste-a; sorrý.

En á móti kemur að hér með fáið þið leyfi til að skálda ykkar eigin baksögu um mig. Og ef kennarinn gefur ykkur lága einkunn því það sem þið skrifuðuð er bull megiði senda honum link á þessa síðu. Eina sem ég bið um er að þið sendið eintak af ritgerðinni á mig. Því, ég meina, þú veist, ég er mjög forvitinn að eðlisfari. 

Gangi ykkur vel! 

#skapandiskrif

Scribble
Paint Splash
Watercolor Stain
Sketch Arrow 2
bottom of page