top of page

UM ÆVAR

ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON

Ævar Þór Benediktsson fæddist 9. desember árið 1984. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2004 og úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur hlotið ótal viðurkenningar og verðlaun um ævina.

Þessa dagana býr Ævar í Reykjavík með unnustu, syni og ketti og reynir að sofa út allavega einu sinni í viku. Það tekst sjaldnast.

(Mynd eftir Ingvarsson myndir)

 Til allra þeirra sem eru að skrifa ritgerð um mig og voru að vonast til þess að hér yrði langur texti sem væri hægt að copy-paste-a; sorrý.

En á móti kemur að hér með fáið þið leyfi til að skálda ykkar eigin baksögu um mig og ég skal setja hana hér inn. Og ef kennarinn gefur ykkur lága einkunn því það sem þið skrifuðuð er bull megiði senda honum link á þessa síðu.

Eina sem ég bið um er að þið sendið eintak af ritgerðinni á mig. Því, ég meina, þú veist, ég er mjög forvitinn að eðlisfari. 

Gangi ykkur vel! 

#skapandiskrif

HC4A0755-JPEGFULL.jpg
Scribble
Paint Splash
Watercolor Stain
Sketch Arrow 2
Æviágrip eftir Guðbjörgu

Þetta góða æviágrip fékk ég sent frá henni Guðbjörgu í byrjun mars 2023:


Ævar Þór Benediktsson fæddist 9. desember árið 1984. Foreldrar hans voru gott fólk og allir sem þekktu þau vissu það vel, en eitt kvöld í mars árið 1987 þegar Ævar var þriggja ára hurfu foreldrar hans. Það var leitað af þeim marga daga í röð en enginn fann þau, Ævar þurfti að flytja til ömmu sinnar. Amma hans var góð kona og hugsaði alltaf vel um Ævar, Ævar elskaði ömmu sína en hann vildi samt vera hjá foreldrum sínum.

 

Þegar Ævar byrjaði í skóla var hann eini krakkinn án foreldra, aðrir krakkar vildu ekki tala við hann bara útaf því að foreldrarnir hans hurfu og þeir voru hræddir að það myndi gerast það sama við þau. En það voru tveir krakkar sem voru öðruvísi Atli og Ottó þeim var alveg sama og þeir urðu vinir, eftir smá tíma urðu bekkjarfélagarnir ekki lengur hræddir að þeir mundu hverfa.

 

Þegar Ævar var komin í áttunda bekk fóru hann Atli og Ottó í ferð að vatni út í skóg þeir voru bara þrír í litlum kofa sem amma Ævars átti. Þeir höfðu mjög gaman í kofanum saman en hann Ottó vildi skoða umhverfið í kring svo þeir fóru út í skóg. Þeir voru búnir að labba í hálftíma þegar þeir ákváðu að stoppa, Ævar kíkti í pokan sinn til að ná í nestið þeirra, samlokur og safi. Hann rétti Atla nestið sitt, hann rétti Ottó nestið sitt. Ævar heyrði nesti samlokuna hans detta niður og fann safa sprautast yfir hann, hann leit til baka til að spyrja Ottó hvað hafði gerst en Ottó var ekki þarna hann var þarna rétt áðan en hann var ekki þarna lengur.

 

Ævar og Atli leituðu og leituðu, kölluðu og kölluðu á Ottó aftur og aftur og aftur. Það var komið kvöld þegar þeir fóru aftur í kofan og hringdu á lögrgluna. Um kvöldið gat Ævar ekki sofið, hann hugsaði að ef hann hefði ekki litið í hina áttina hefði hann kannski séð hvað hafði gerst og þá væri lögreglan ekki hér og þá hefðu þeir bara getað skemmt sér í litla kofanum. Hann sá einhvað fyrir utan gluggan, það leit út eins og mannvera en hann gat ekki séð hver þetta var, hann vissi að þetta var ekki lögreglan því að það var einhvað skrítið við þessa veru. Veran var kolsvört það var eins og að horfa í svarthol, hún hreyfði sig ekki neitt, jafnvel þótt að það væri ekki hægt að sjá augu á veruni vissi Ævar að hún væri að horfa á hann. Ævar vakti upp vin sinn og sagði honum að líta út um gluggan en veran var farin. Kannski var þetta bara ofskynjanir sagði Ævar við sjálfan sig en leit einu sinni aftur út en veran var ekki þar.

 

Morguninn eftir fóru þeir heim þeir gátu ekki verið þarna lengur á meðan lögreglan var þarna að leita. Næstu daga fór Ævar ekki í skólan hann hélt sig heima og lá uppi í rúmi, hann ætlaði aldrei aftur að fara út úr herberginu sínu. Hvert kvöld fékk hann martraðir um Ottó og veruna, hann dreymdi að hann væri úti í skógi að ná í nestið hans Ottó en þegar hann sneri sér við var veran þarna í staðinn fyrir Ottó, hún kom nær og hvíslaði. Ævar vaknar og lítur á klukkuna á náttborðinu hans, hún er þrjú og dimmt úti þegar Ævar lítur út um gluggan sinn og sér nokkrar stjörnur úti og það kemur blikkandi ljós frá ljósastaurnum. Kveikt, slökkt, kveikt, slökkt, þannig hélt það áfram, aftur og aftur og síðan slokknaði hann alveg. Eftir nokkrar mínútur kviknaði aftur á ljósinu í ljósastaurnum, það var einhver þarna, það var veran sem hann sá fyrir utan kofan. Svo slokknaði á ljósastaurnum og kviknaði aftur, veran var farin.

 

Líf Ævars hélt áfram, hann kláraði grunnskóla og var komin í menntaskólann á Akureyri, Honum leið vel þar, hann átti vini og starf í bónus. Vinnan var mjög leiðinleg og Ævar vildi hætta en hann þurfti pening. Þegar hann kom heim áa kvöldin var hann næstum því sofnaður en hann þurfti enn að klára heimanámið hans. Hann sofnaði. Hann vaknaði aftur. Klukkan var fimm það var byrjað að snjóa fyrir utan gluggan, hann ætlaði aftur að sofa en svo byrjaði ljósastaur fyrir utan gluggan hans að blikka. Svo allir ljósastaurarnir. Veran bitist. Ævar starði á veruna og gat ekki hreyft sig. Veran labbaði nær hægt og rólega. Alveg upp að glugganum, svo kom hljóð frá veruni, það var eins og hún væri að reyna að tala. Það var ekki hægt að skilja hvað hún sagði, en Ævar þekkti þessa rödd.

 

Hann hljóp út og kallaði “Ottó, Ottó hva-” Ævar stoppaði. “Voru þetta ofskynjanir, veran var standandi þarna rétt áðan en hún var þarna ekki lengur.” hugsaði Ævar “Ottó komdu aftur, ekki fara frá mér” öskraði Ævar

 

Ævar sá engin fótspor, hann leit niður á þar sem veran hefði verið það var miði.

Á miðanum stóð “HJÁLP”

bottom of page