top of page

OFURHETJUVÍDDIN (2018)

Ofurhetjuviddin_72pt-800x1257.jpg
VARÚÐ!

Í ÞESSARI BÓK ERU

HUGRAKKAR HETJUR EN LÍKA SKUGGALEGIR SKÚRKAR! 


Þegar hinn 12 ára gamli Ævar sogast yfir í annan heim þar sem allir eru ofurhetjur þarf hann að taka á honum stóra sínum ef hann ætlar að komast til baka. En langar hann aftur heim til sín? Og hvers vegna eru hetjur farnar að hverfa?


Bókaflokkurinn um bernskubrek Ævars vísindamanns hefur slegið rækilega í gegn og var meðal annars tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, DeBary vísindabókaverðlaunanna og In Other Words-verðlaunanna. Hér halda ævintýrin áfram!

 

Með bókinni efnir Ævar Þór Benediktsson loforð við þúsundir barna um allt land sem tóku þátt í lestrarátakinu hans og lásu meira en fimmtíu og þrjú þúsund bækur. Gerið svo vel, lestrarhestar, hér er ein bók í viðbót!

Bókin er prentuð með sérstöku letri sem auðveldar lesblindum að lesa

 

Teikningar: Rán Flyenring
Útgefandi: Forlagið, vorið 2018.

08.jpg
10.jpg
Sprenging.jpg
24-Árás.jpg
05.jpg
17-ÓbermiðÆlir.jpg
Rúsínur.jpg
09.jpg
12-Sveitin.jpg
06.jpg
bottom of page