top of page

ÚTVARPSVERK

ÍMYNDAÐAR AFSTÆÐISKENNINGAR (2012)

 

 ​​„Albert var sextán ára þegar hann komst að því að hann væri ímyndun besta vinar síns.”

 

Eðlisfræðikennarinn Theodór liggur á líknardeild Landsspítalans og tíminn er senn á þrotum. Sá eini sem vakir yfir honum er ímyndaði vinur hans, Albert, sem hefur fylgt honum í meira en fimmtíu ár. En Theodór má ekki kveðja – ekki strax. Því þeir Albert eiga óuppgerð mál, bæði ímynduð sem og raunveruleg.

 

Leikendur: Víðir Guðmundsson, Pétur Einarsson, Sigurður Skúlason, Þorsteinn Bachmann, Atli Þór Albertsson, Davíð Freyr Þórunnarson, Ævar Þór Benediktsson og Harpa Arnardóttir.

Leikstjóri: Árni Kristjánsson

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson

NÁFÖL (2011)
APRÍLGABB Á SAMTENGDUM RÁSUM 1 OG 2.
 

​„Kjellinn er kominn aftur!”

 

Það er föstudagskvöldið 1. apríl 2011 og útvarpsþátturinn Kallinn er kominn í loftið. Það verður nóg að gera hjá Kallinum í kvöld; hann þarf að gefa partýpakka, draga í póstkorta(s)leiknum og svo fær hann auðvitað miðbæjarskýrslu frá félaga sínum, honum Marteini. En þegar Marteinn hringir í hann í beinni og segir honum frá því að hann hafi orðið vitni að hræðilegri árás frá manni sem „var dauður" fara að renna tvær grímur á þáttastjórnandann.

Á örskömmum tíma og í beinni útsendingu fer ástandið úr öskunni í eldinn; fólkið í blokkinni á móti hendir sér fram af svölunum, lögreglan svarar ekki og svo virðist vera sem einhver - eða eitthvað - hafi ráðist á Martein í miðju símtali.

Hvað er að gerast og hvers vegna er smám saman að myndast hópur af náfölu fólki fyrir utan Útvarpshúsið sem vill komast inn?

 

Leikendur: Orri Huginn Ágústsson, Höskuldur Sæmundsson, Katrín Gunnarsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson, Margrét Sverrisdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Jóhannes Kristjánsson og Ævar Þór Benediktsson.

Raddir: Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Viktor Már Bjarnason, Broddi Broddason og Anna Sigríður Einarsdóttir.

Tónlist og hljóðmynd: Þórður Gunnar Þorvaldsson.

Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson.

Hljóðvinnsla: Einar Sigurðsson.

bottom of page