top of page

HVAÐ BÝR Í PÍPUHATTINUM? (2010)

HVAÐ BÝR Í PÍPUHATTINUM? (2010)

 

Hvað býr í pípuhattinum? er lifandi innsetning eða lifandi leikvöllur fyrir börn og fullorðna, eða jafnvel börn á öllum aldri. Verkið er unnið af 4 listamönnum sem koma úr hinum ýmsu geirum listaheimsins og sækir innblástur sinn í sögurnar um Ævintýri Múmínálfanna, hugmyndafræði og hugarheim þeirra.

 

Hver af listamönnunum kynnti sér sögurnar um Múmínálfana og vann síðan út frá einni persónu sinn hluta verksins sem er síðan skeytt saman við aðra í eitt stórt völundarhús sem áhorfendur ganga í gegnum. Í völundarhúsinu fá áhorfendur að upplifa mismunandi heima sem innihalda mismunandi tilfinningar, lyktir og nostalgíur, heima sem bjóða upp á margvíslega möguleika og skapa lifandi leikvöll fyrir þá sem inn í verkið ganga.

 

Allskonar uppákomur svo sem gjörningar, upplestur, hljóðverk og leikir, eiga sér stað inn í verkinu, en áhorfendum er frjálst að ganga um rýmið og skoða á sýningartíma. Einnig er í boði fyrir áhorfendur að fá verkefnalista þegar þeir mæta, sem þeir geta leyst í samstarfi við yngra fólkið eða bara leyft sér að vafra um og uppgötva rýmin á sínum forsendum.

Þess má til gamans geta að ólíkt flestum listsýningum þar sem ekki má snerta neitt þá er öllum áhorfendum guðvelkomið að snerta allt sem þeir vilja.

Höfundar/Leikarar ofl: Hannes Óli Ágústsson, Ragnheiður Bjarnarson, Sunna Schram og Ævar Þór Benediktsson.

Tónlist/Hljóðmynd: Arndís Hreiðarsdóttir.

 

Hvað býr í pípuhattinum? var tilnefnd til

Grímunnar 2011 sem Barnasýning ársins.

 

bottom of page