top of page

MORÐ! (2017)

Toys_edited.jpg
MORÐ! Ógeðslega skemmtilegt leikverk um ömurlega niðurdrepandi hluti (2017)
 

Það er fátt verra en að lenda í því að myrða einhvern.

Það er óþolandi.

Og það hefur áhrif á taugarnar. Þér líður skringilega þegar þú vilt kannski bara líða vel. Eða slaka á. Eða fá þér að borða. Fara á klósettið. Þú hættir að geta sofið. Sem er ósanngjarnt. Ógeðslega ósanngjarnt.


Sérstaklega því morðið var alveg óvart.
Eða, þú veist.
Næstum óvart.

MORÐ! er leikrit um hóp af morðingjum sem hittast reglulega til að gorta. Fundirnir eru haldnir í ónefndum sal, þar sem kaffi og kökur eru alltaf á boðstólnum. Þessi fundur er þó örlítið öðruvísi en venjulega: Í fyrsta lagi er nýr morðingi mættur á svæðið - sem er alltaf gaman. Í öðru lagi finnst einn af eldri morðingjunum myrtur inni á klósetti - sem er eina reglan sem má ekki brjóta!

Samið fyrir Þjóðleik 2016-2017. Sett upp víðsvegar um landið.

bottom of page