top of page
Ævar Þór Benediktsson
HÖFUNDUR
ÞÍN EIGIN GOÐSAGA (2015)
VELDU ÞINN EIGIN ENDI!
BÓK SEM VIRKAR EINS OG TÖLVULEIKUR - ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!
Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Þín eigin þjóðsaga, sem hlaut bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin sem besta íslenska barnabókin.
Þín eigin goðsaga er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur norrænu goðafræðinnar og ævintýrin eru óþrjótandi. Þú getur lent í bardaga við hræðilegar ófreskjur, orðið vitni að upphafi heimsins, flogið í vagni með þrumuguðinum Þór og reynt að lifa af ragnarök – allt eftir því hvað þú velur.
-
Yfir fimmtíu ólíkir endar.
-
Óþrjótandi skemmtun fyrir krakka á öllum aldri.
Teikningar: Evana
Útgefandi: Forlagið, haustið 2015.
bottom of page