Ævar Þór Benediktsson
HÖFUNDUR
GESTIR UTAN ÚR GEIMNUM (2017)
VARÚÐ!
Í ÞESSARI BÓK ERU
STÓRHÆTTULEGAR GEIMVERUR!
Þegar Ævar vísindamaður var alveg að verða 12 ára gerðist svolítið hræðilegt: Einstein, angóruköttur og hans besti vinur, hvarf sporlaust. Fljótlega kom þó í ljós að það var ekki bara Einstein sem var horfinn, heldur öll gæludýr á Höfuðborgarsvæðinu! Og til að gera vont verra bortlenti risastórt geimskip í miðri Öskjuhlíðinni, stútfullt af stórhættulegum geimverum sem ætluðu að taka yfir landið! Eða var það ekki annars?
Bókaflokkurinn um bernskubrek Ævars vísindamanns hefur slegið rækilega í gegn og m.a. verið tilnefndur til íslensku bókmenntaverðlaunanna og DeBary vísindabóka-verðlaunanna. Hér halda ævintýrin áfram! Með bókinni efnir Ævar Þór Benediktsson loforð við þúsundir barna um allt land sem tóku þátt í lestrarátakinu hans og lásu meira en sextíu og rþjú þúsund bækur. Gerið svo vel, lestrarhestar, hér er ein bók í viðbót!
Bókin er prentuð með sérstöku letri sem auðveldar lesblindum að lesa
Teikningar: Rán Flyenring
Útgefandi: Forlagið, vorið 2017.