top of page

GLÓSUBÓK ÆVARS VÍSINDAMANNS (2011)


Allir alvöruvísindamenn eiga glósubók og nú hefur Ævar vísindamaður úr Stundinni okkar gefið út flottustu glósubók sem sést hefur!

Stútfull af tilraunum, upplýsingum um furðuleg fyrirbæri, viðtölum við íslenska vísindamenn og bréfum frá krökkum á öllum aldri, auk fjölda annara upplýsinga fyrir forvitna krakka!

 

Skemmtileg bók fyrir alla - og sérstaklega þá sem langar til að verða vísindamenn þegar þeir verða eldri.

 

Bókin var gefin út af bókaútgáfunni Sögum og varð metsölubók fyrir jólin 2011.

 

Bókin er uppseld hjá útgefanda en er til á öllum betri bókasöfnum.

bottom of page