top of page

ÞITT EIGIÐ TÍMAFERÐALAG (2018)

Tímaferðalag_kapa.jpg

VELDU ÞINN EIGIN ENDI!
BÓK SEM VIRKAR EINS OG TÖLVULEIKUR - ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!

 

Þitt eigið tímaferðalag er fimmta bókin í einum vinsælasta íslenska bókaflokki síðari ára. Fyrri bækurnar hafa hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin, og verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.
 

Þitt eigið tímaferðalag er öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Viltu hitta víkinga, Rómverja eða risaeðlur? Þorirðu að athuga hvað er um að vera á Jörðinni eftir 100 ár? Hvað með 1000? Passaðu bara að týna ekki tímavélinni svo þú komist örugglega heim aftur!

  • Yfir sextíu ólíkir endar.

  • Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana.

  • Ævintýralega góð skemmtun fyrir alla krakka.

 

Teikningar: Evana
Útgefandi: Forlagið, haustið 2018.

a trex.jpg
after human kind.jpg
spreadTIME.jpg
bottom of page