Ævar Þór Benediktsson
HÖFUNDUR
UMHVERFIS ÍSLAND Í
30 TILRAUNUM (2014)
Vissir þú að landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus heimsótti Snæfellsnesið áður en hann sigldi til Ameríku? Hafðirðu hugmynd um að alvöru geimfarar æfðu sig í hrauninu við Mývatn fyrir fyrstu tunglendinguna? Og vissir þú að það er til fjall sem heitir Baula?
Ævar vísindamaður sló í gegn með spennandi vísindaþáttum fyrir börn og unglinga í vetur. Nú setur hann Ísland undir smásjána, ferðast hringinn í kringum landið og rannsakar allt sem fyrir augu ber.
Hér eru tilraunir sem þú getur gert heima hjá þér, tilraunir sem þú getur gert á ferðinni og meira að segja tilraunir sem gera sig sjálfar og eru tilbúnar þegar þú kemur aftur heim!
Hér er líka sérstakur sjálfshjálparkafli ef allt fer á versta veg! Hvað ætlarðu til dæmis að gera ef foreldrar þínir taka vitlausa beygju og þið endið öll á eyðieyju?
Umhverfis Ísland í 30 tilraunum er skrítin, skemmtileg, fyndin og forvitnileg bók sem er ómissandi fyrir ferðalanga – hvort sem þeir ferðast með bíl, bát, hjóli eða bara í huganum.
Útgefandi: Forlagið, vorið 2014.
* * * * * - Fimm stjörnur í Fréttablaðinu.
* * * * - Fjórar stjörnur í Morgunblaðinu.