top of page

SLEIPNIR OG STÓRHÆTTULEGA FJÖLSKYLDUTRÉÐ (2019)

Sleipnir_kapa.jpg

HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ ÆTTIR ÞRJÚ STÓRHÆTTULEG SYSTKINI?
 

Velkomin til Ásgarðs! Hér búa fræknar hetjur, goð, garpar og gyðjur. Og auðvitað Sleipnir. Sleipnir er öðruvísi en aðrir hestar – og honum finnst það pínu leiðinlegt. Hann vill helst af öllu falla í hópinn og vera eins og hin hrossin, en þegar hestur er með átta fætur er það örlítið erfitt. Þegar Sleipnir kynnist Miðgarðsbarninu Emblu, sem er nýflutt í Ásgarð, breytist allt. Hún býður Sleipni með sér í ævintýraferð þar sem hann kemst að því að hann er ekki sá eini í fjölskyldunni sem er öðruvísi. Hann á þrjú systkini! Og ekki nóg með það; þau eru öll hræðileg skrímsli! Að sjálfsögðu vilja þau Embla rannsaka þetta stórhættulega fjölskyldutré betur.

 

Þetta er saga um tvílita stelpu, ógeðslegan orm og afar verðmæta hauskúpu. En hver er raunverulegur tilgangur ferðalagsins? Og hvað leynist í risastóra skálanum á bak við Valhöll?

​Bókin er skrifuð sérstaklega fyrir miðstig og verður aðeins fáanleg á skólabókasöfnum í Reykjavík.

 

Teikningar: Gunnar Karlsson
Útgefandi: Reykjavík, Bókmenntaborg - Vorið 2019

Sleipnir5.jpg
Sleipnir6.jpg
Sleipnir1.jpg
Sleipnir2.jpg
Sleipnir3.jpg
Sleipnir4.jpg
bottom of page