top of page

ÓVÆNT ENDALOK (2019)

ÓvæntEndalok_72pt.jpg
VARÚÐ!
Í ÞESSARI BÓK ER ALLT ÞAÐ
HÆTTULEGA ÚR FYRRI BÓKUNUM -
OG MEIRA TIL!

 

Í bókunum um bernskubrek Ævars vísindamanns hefur Ævar þurft að gabba risaeðlur upp á hálendi Íslands, takast á við gervigreind, ná sambandi við geimverur og sigrast á ofurhetjuvíddar-útgáfu af sjálfum sér. En þótt allar bækurnar hafi fengið farsæl endalok er ekkert sem segir að þessir furðulegu andstæðingar geti ekki snúið aftur!

 

Hér lýkur Ævar Þór Benediktsson gríðarvinsælum bókaflokki sem hefur meðal annars verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, DeBary vísindabókaverðlaunanna og In Other Words-verðlaunanna.

 

Með bókunum efnir Ævar loforð við tugþúsundir barna sem tóku þátt í lestrarátökum hans fimm ár í röð og lásu yfir 330 þúsund bækur.

Gerið svo vel, lestrarhestar, hér er ein bók í viðbót!

Bókin er prentuð með sérstöku letri sem auðveldar lesblindum að lesa

 

Teikningar: Rán Flyenring
Útgefandi: Forlagið, vorið 2019.

08.jpg
10.jpg
Sprenging.jpg
24-Árás.jpg
05.jpg
17-ÓbermiðÆlir.jpg
Rúsínur.jpg
09.jpg
12-Sveitin.jpg
06.jpg
bottom of page