top of page

RISAEÐLUR Í REYKJAVÍK (2015)

VARÚÐ!

Í ÞESSARI BÓK ERU

RISAEÐLUR SEM ÉTA FÓLK!


Áður en Ævar varð vísindamaður var hann bara venjulegur strákur ... eða kannski ekki alveg venjulegur. Hann langaði til dæmis ekkert að eiga vini og talaði helst ekki við neinn nema köttinn sinn, hann Einstein.
En ellefu ára afmælisdagurinn breytti lífi hans!

Þetta er bók um sjö bandóðar risaeðlur, stórhættulegan ungling, gagnsemi skotbolta, strætóbílstjóra í lífshættu og heimsins bestu félaga.
 

Risaeðlur í Reykjavík er æsispennandi saga fyrir lesendur á öllum aldri. Með bókinni efnir Ævar Þór Benediktsson loforð við þúsundir barna um allt land sem tóku þátt í lestrarátaki hans nýliðinn vetur og lásu samtals sextíu þúsund bækur.

Gerið svo vel, lestrarhestar, hér er ein bók í viðbót!

 

Teikningar: Rán Flyenring
Útgefandi: Forlagið, vorið 2015.

bottom of page