top of page

SMÁSÖGUR

Lecture Room

AUKA-

FRÉTTATÍMI

AUKAFRÉTTATÍMI​

Vorið 2019 samdi Ævar smásöguna Aukafréttatími fyrir nýja barna- og unglingatímaritið Hvað?

Sagan fjallar um daginn þegar allir kennarar landsins ákváðu að stinga af og foreldrar neyddust til að taka ábyrgð á uppeldi barna sinna. Sem er eitthvað sem enginn vill að gerist!

Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu hér.

Kitten

PISSUPÁSA

PISSUPÁSA

Vorið 2018 samdi Ævar smásöguna Pissupásu í tilefni af degi barnabókarinnar. Sagan var flutt á Rás 1 og hlustuðu yfir 40 þúsund grunnskólabörn á lesturinn.

Sagan fjallar um hverfi í ónefndum bæ sem hingað til hefur verið stútfullt af köttum. Læðan frú Snúllu-Dúlla stjórnar öllu með harðri loppu og kallar á neyðarfund þegar í ljós kemur að mannfólk sem var að flytja í hverfið virðist hafa komið með hræðilegt kvikindi með sér; hund!

Hægt er að hlusta á lesturinn hér.

Sagan var einnig gefin út í smásagnasafninu Smátímasögur.

BÓKAFLÓTTINN MIKLI
(THE GREAT BOOK ESCAPE)
Í SMÁSAGNABÓKINNI QUEST (2017) 

Veturinn 2017 var Ævar valinn sem einn af Aarhus39, 39 bestu barnabókahöfundum Evrópu undir 39 ára aldri. Allir þeir sem valdir voru á listann áttu að semja smásögu, þar sem aðalþemað væri orðið ,,Journey" (ferðalag). Sögurnar eru eins fjölbreyttar og þær eru margar, en saga Ævars ,,Bókaflóttinn mikli", fjallar um bókasafnsfræðinginn Sigrúnu sem kemst í hann krappan þegar allar barnabækurnar á bókasafninu hennar ákveða að stinga af.

 

Quest kom út sumarið 2017, bæði á ensku og dönsku, og hægt er að panta hana hér og í Nexus, Nóatúni.

STÓRKOSTLEGT LÍF HERRA RÓSAR OG FLEIRI SÖGUR AF ÓTRÚLEGA VENJULEGU FÓLKI (2010) 
 

Herra Rós talar eingöngu við sjálfan sig og þá oftast um stjórnmál. Stundum er hann sammála, stundum ekki. Haraldur Sigfússon á sér þann draum að búa í piparkökuhúsi og á fimmtugsafmæli sínu tilkynnir hann að það sé loksins komið að því. Jón Jónsson er venjulegasti maður landsins samkvæmt meðaltali og Gunnar er til í tveimur eintökum. Einhvers staðar, efst á hárri byggingu, stendur ónefndur maður á brún og horfir niður. Hann ætlar sér að stökkva en það eru ákveðnir hlutir sem verða að gerast áður.

Svo er það stelpan sem vinnur í kirkjugarðinum; hún hreinlega lifir fyrir miðvikudaga. Á miðvikudögum er nefnilega kveikt á líkbrennsluofnunum og allur kirkjugarðurinn angar af vöfflum.

 

Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki er smásögusafn, gefið út af bókaútgáfunni Nykur árið 2010.

 

bottom of page