Ævar Þór Benediktsson
HÖFUNDUR
ÞÍN EIGIN ÞJÓÐSAGA (2014)
VELDU ÞINN EIGIN ENDI!
BÓK SEM VIRKAR EINS OG TÖLVULEIKUR - ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST!
Hefurðu heyrt um íslensku þjóðsögurnar?
Þær eru fullar af skessum og skrímslum, álfum og uppvakningum, jólasveinum og draugum. En hvað myndir þú gera ef þú hittir þessar skepnur?
Þín eigin þjóðsaga er öðruvísi en allar aðrar bækur – hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er heimur íslensku þjóðsagnanna og hætturnar liggja við hvert fótmál. Þú getur rekist á Djáknann á Myrká, séð stórhættulegar íslenskar hafmeyjur, glímt við sjálfan Lagarfljótsorminn og bjargað Karlssyni og Búkollu frá hræðilegustu tröllum sem sést hafa hér á landi!
-
Yfir fimmtíu ólíkir endar.
-
Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana.
-
Óþrjótandi skemmtun fyrir krakka frá 9 ára aldri.
Teikningar: Evana
Útgefandi: Forlagið, haustið 2014.
Þín eigin þjóðsaga hlaut íslensku bóksalaverðlaunin 2014
sem besta íslenska barnabókin. Hún hlaut einnig
Bókaverðlaun barnanna 2015 í sama flokki.