top of page

ÞÍN EIGIN UNDIRDJÚP (2020)

Kapa.jpg

BÓK SEM VIRKAR EINS OG TÖLVULEIKUR ÞVÍ ÞÚ RÆÐUR HVAÐ GERIST

Þín eigin undirdjúp er öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og stjórnar ferðinni. Sögusviðið er kafbátur þar sem þrír stórskrítnir skipstjórar ráða ríkjum. Þér er boðið um borð og á leið ykkar um undirdjúpin leitið þið að sokknum fjársjóði, kannið hinn banvæna Bermúdaþríhyrning og eltið uppi heimsins stærsta sæskrímsli.

 

Yfir 50 mismunandi endar.

Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju að bráðum bana.

Ævintýralega góð skemmtun fyrir alla krakka.

Þín eigin undirdjúp er sjöunda bókin í einum vinsælasta íslenska bókaflokki síðari ára. Ævar Þór Benediktsson er margverðlaunaður höfundur. Hann hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin, verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur og valinn einn af bestu yngri barnabókahöfundum Evrópu og í hóp framúrskarandi ungra Íslendinga.

 

Meistaralegar myndir gerir Evana Kisa.
 

Teikningar: Evana Kisa
Útgefandi: Forlagið, haustið 2020.

SU BOOK spread 2_minni.jpg
bottom of page