

Léttlestrarbækur og leikrit!
Ég er auðvitað hrikalega lélegur að uppfæra þessa vefsíðu, en á móti kemur að ég er þeim mun duglegri að skrifa bækur, þannig að vonandi er enginn sár. Núna í ágúst komu út tvær fyrstu bækurnar í glænýrri bókaröð sem ég kalla Þin eigin saga. Bækurnar eru léttlestrarbækur, hálfgerðir afleggjarar Þin eigin-bókanna, nema stærra letur, einfaldara mál, mun fleiri myndir eftir hina endalaust kláru Evönu Kisu og talsvert færri blaðsíður. Glöggir lesendur sjá að fyrsta bókin, Búkolla