

,,Hvenær ætlarðu nú að hætta að skrifa þessar barnabækur og fara að skrifa eitthvað alvöru?"
Ávarp á málþinginu: ,,Barnabókin er svarið" - 4. október 2017
Kæru gestir. Til hamingju með daginn. Takk fyrir að bjóða mér. Fyrir nokkrum árum síðan var ég á leiðinni í leikhús í Tjarnarbíói. Þeir sem hafa komið þangað vita að stundum myndast smá tappi við barinn, þar sem röðin í drykki og röðin inn í salinn blandast saman í týpískan íslenskan raðar-haug.
Og þar rakst ég á kunningja minn. Mann á mínum aldri - strák ætti ég auðvitað að segja - sem er í sömu kreðsu og ég og