
Tilnefning til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru
Frétt fengin héðan og örlítið stytt.
Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða föstudaginn 15. september í tengslum við Dag íslenskrar náttúru. Tilnefnd til verðlaunanna eru Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamenn á RÚV; Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður á Stundinni; Ævar vísindamaður og; Birgir Þór Harðarson, blaðamaður á Kjarnanum. Rökstuðningur dómnefndar fyr


Ævar valinn framúrskarandi ungur Íslendingur 2017
Af visi.is - mynd eftir Anton Brink. „Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála.
JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framla