top of page

Léttlestrarbækur og leikrit!

Ég er auðvitað hrikalega lélegur að uppfæra þessa vefsíðu, en á móti kemur að ég er þeim mun duglegri að skrifa bækur, þannig að vonandi er enginn sár.

Núna í ágúst komu út tvær fyrstu bækurnar í glænýrri bókaröð sem ég kalla Þin eigin saga. Bækurnar eru léttlestrarbækur, hálfgerðir afleggjarar Þin eigin-bókanna, nema stærra letur, einfaldara mál, mun fleiri myndir eftir hina endalaust kláru Evönu Kisu og talsvert færri blaðsíður. Glöggir lesendur sjá að fyrsta bókin, Búkolla, á rætur að rekja til Þinnar eigin þjóðsögu, á meðan Börn Loka er beintengd við Þina eigin goðsögu. Það þýðir auðvitað að næstu tvær bækur í bókaröðinni munu tengjast Þinni eigin hrollvekju og Þinu eigin ævintýri. Eftir það er aldrei að vita hvað gerist!

Já, og svo er leikrit! Þitt eigið leikrit. Frumsýnt í janúar í Þjóðleikhúsinu og áhorfendur ráða hvað gerist. Þetta er auðvitað hrikalega spennandi og ég vona að sem flestir muni mæta, og mæta nokkrum sinnum, því engar tvær sýningar verða eins. Miðasala, ef ég er ekki að misskilja, er hafin á vef Þjóðleikhússins.

Annars var ég að fara aðeins yfir vefsíðuna; breyta og bæta og laga og snurfusa. Gramsið að vild. Það er alls konar nýtt á alls kyns stöðum.

Kveðja

-Ævar

Nýlegt
Archive
bottom of page