top of page

Tilnefning til fjölmiðlaverðlauna á Degi íslenskrar náttúru


Frétt fengin héðan og örlítið stytt. Dómnefnd hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem veitt verða föstudaginn 15. september í tengslum við Dag íslenskrar náttúru.

Tilnefnd til verðlaunanna eru Bergljót Baldursdóttir, Sunna Valgerðardóttir og Arnhildur Hálfdánardóttir, fréttamenn á RÚV; Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður á Stundinni; Ævar vísindamaður og; Birgir Þór Harðarson, blaðamaður á Kjarnanum. Rökstuðningur dómnefndar fyrir valinu er eftirfarandi: Ævar Þór Benediktsson er tilnefndur fyrir fjölbreytta umfjöllun um náttúru og umhverfismál í þáttunum Ævar vísindamaður á RÚV, janúar – mars 2017. Ævar fjallaði á skemmtilegan, fjölbreyttan og frumlegan hátt um málefni umhverfis og náttúru fyrir yngri kynslóðina.Í dómnefnd sitja Ragna Sara Jónsdóttir formaður, Jón Kaldal og Snæfríður Ingadóttir. Þetta er gríðarlega mikill heiður og þakka ég kærlega fyrir mig.

Nýlegt
Archive
bottom of page