top of page

MORÐ! fyrir Þjóðleik

  • aevarthor
  • Sep 25, 2016
  • 1 min read

Ævar er einn af þremur leikskáldum Þjóðleiks þetta árið. Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks sem er haldin annað hvert ár og fer nú fram í fimmta sinn. Verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins, menningarráða og fleiri aðila á landsbyggðinni. Hvaða hópur ungmenna sem er getur tekið þátt í þeim landshlutum þar sem verkefnið er í boði. Einu skilyrðin eru að a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur (yfir tvítugu) leiði hópinn, að meðlimir hópsins séu nógu margir til að setja upp leiksýningu og séu á aldrinum 13-20 ára.

Verkið heitir "MORÐ! - Ógeðslega skemmtilegt leikverk um ömurlega niðurdrepandi hluti".

Frestur til að skrá sig er til 30. september. Frekari upplýsingar á Facebook-síðu Þjóðleiks.

 
 
 

Comments


Nýlegt
Archive
bottom of page