top of page

Tilnefndur sem framúrskarandi ungur Íslendingur


Ég er tilnefndur sem einn af tíu framúrskarandi ungum Íslendingum. Þetta er fáránlega flottur hópur og mér er heiður sýndur að fá að vera þarna með þeim. Á heimasíðunni www.framurskarandi.is segir: Ævar Þór leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur er með brennandi áhuga á að skemmta og mennta ungt fólk. Hann hefur skrifað bækur sem eru bæði skáldsögur og bækur sem kveikja áhuga á vísindum hjá börnum. Hann hefur einnig staðið fyrir lestrarátaki og hvatt bön til lestrar og forvitni. Þar að auki hefur hann tekið meðvitaðar ákvarðanir um að nota leturgerð í bókum sínum sem er sérgerð til þess að auðvelda lesblindum textann. Með því er hann að hvetja þá sem sem verða oftast útundan í lestrarhópum á grunnskólaaldri til að lesa.

Nýlegt
Archive
bottom of page