top of page

ÞITT EIGIÐ LEIKRIT II: TÍMAFERÐALAG (2020)

Timaferdalag_plakat.jpg

HVERT MYNDIR ÞÚ FARA?

 

Þitt eigið leikrit er glæný tegund af leikhúsi sem varð til í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu árið 2019. Með þar til gerðum fjarstýringum stjórna áhorfendur sjálfir atburðarásinni! Í kjölfarið á sýningunni Þitt eigið leikrit I – Goðsaga, kemur ný sýning, Þitt eigið leikrit II – Tímaferðalag.

 

Nýja sýningin er enn lengri og viðameiri en sú fyrri, og nú er haldið af stað í æsispennandi ferð um rúm og tíma! Ef þú gætir ferðast hvert sem er, fram eða aftur í tíma, - hvert myndirðu fara? Myndirðu reyna að hafa áhrif á fortíðina eða viltu kannski skoða framtíðina? Viltu eignast gæludýr sem er grameðla, reyna að bjarga einhverjum úr fortíðinni eða skjótast út í geim eftir hundrað ár? Valið er þitt!

 

Aldursviðmið: 8-16 ára.

Frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í febrúar 2020 og tekið upp aftur eftir COVID haustið 2020. 

Tilnefnd til Grímuverðlauna sem barnasýning ársins!

bottom of page